FYRRVERANDI. Orðið eitt er ógurlegt. Að ekki sé minnst á hvað gerist þegar leiðum ber óvart saman. Matvöruverslanir. Bókasafnið. Kaffihús. Afmælisboð. Stundum er engin undankomuleið. FYRRVERANDI smjúga inn um allar glufur.
Svo þig dreymir um einmitt það? Að rekast á fyrrverandi? Kannski segja HÆ og ALLT GENGUR VEL og þar fram eftir götunum. Brosa svo tígurlega og ganga burtu með bikarinn í höndum. Meðan FYRRVERANDI stendur eftir. Með tárin í augum og útrétta hönd. En uppákomur sem slíkar eru venjulega aldrei svo ljúfar. Veruleikinn er oft svo miklu vandræðalegri en þær ímyndanir sem við gerum okkur upp í huganum. Svona yfir kaffibolla og allt það.
Hér ber að líta litla stuttmynd, sem Alison G Vingiano setti saman og T.J. Minsy leikstýrir. Um þann veruleika sem fyrrverandi elskendur takast á við þegar fundum þeirra ber óvart saman einn vandræðalegan dag …. og hvað fer í raun og veru gegnum huga fólks við slík tækifæri.
Endirinn er ljúfsár, óvæntur og þægilega bitur:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.