Hvað segja skórnir þínir um þig?

Skór geta sagt margt um manninn, en þeir segja ekki alltaf endilega það besta um þig. Rennum aðeins yfir þetta.

 

 

sandalar

1. Flip flops

Þessir segja: Ég var að koma af ströndinni/úr sundi/sameiginlegri sturtu og ég elska ódýra skó úr svampi. Og ég er frekar blönk.

 

blah

 

2. Sandalar

Ég ber meiri virðingu fyrir mér en svo að ganga í flip-flops. Ég eyði peningum í skó en ég er samt geðveikt kúl og slök. Og það er of gott veður fyrir lokaða skó. Birkenstock sandalarnir mínir eru líka góðir fyrir bakið á mér.

 

pinnah

 

3. Pinnahælar

Ég er uppfull af sjálfsöryggi og mér er alveg sama um hvað fólki finnst um mig. En ái samt. Samt ekki upphátt, nei aldrei upphátt – ég er of upptekin við að sigra heiminn!

 

 

kitten

 

4. Kitten hælar

Litla systir pinnahælanna kannski, en samt hælar! Ég vil bara ekki yfirgnæfa kærastann/yfirmanninn/vinina akkúrat núna. Ég er samt í hælum. Fjandinn hafi það!

 

strigaskor

 

5. Strigaskór

Ég fer í ræktina! Og ég vil að mér líði vel. Og það er vel hægt að vera í strigaskóm í vinnunni! Sérstaklega ef þú þarft ekki að taka á móti fólki og getur setið við skrifborð með blygðunarplötu allan daginn.

 

flatbotna

 

6. Flatbotna

Ég er í tísku. Mér finnst gaman að vera sæt og skemmtileg. Og mér finnst gaman að hafa lítið fyrir að klæða mig. Og ballerínuskór minna mig á Disney prinsessu – þið vitið, áður en hún hittir guðmóðurina sem töfrar hana í glerskó og glimmerkjól.

 

kuldaskor

 

7. Kuldaskór

DJ****** er F****** KALT!

SHARE