Skór geta sagt margt um manninn, en þeir segja ekki alltaf endilega það besta um þig. Rennum aðeins yfir þetta.
1. Flip flops
Þessir segja: Ég var að koma af ströndinni/úr sundi/sameiginlegri sturtu og ég elska ódýra skó úr svampi. Og ég er frekar blönk.
2. Sandalar
Ég ber meiri virðingu fyrir mér en svo að ganga í flip-flops. Ég eyði peningum í skó en ég er samt geðveikt kúl og slök. Og það er of gott veður fyrir lokaða skó. Birkenstock sandalarnir mínir eru líka góðir fyrir bakið á mér.
3. Pinnahælar
Ég er uppfull af sjálfsöryggi og mér er alveg sama um hvað fólki finnst um mig. En ái samt. Samt ekki upphátt, nei aldrei upphátt – ég er of upptekin við að sigra heiminn!
4. Kitten hælar
Litla systir pinnahælanna kannski, en samt hælar! Ég vil bara ekki yfirgnæfa kærastann/yfirmanninn/vinina akkúrat núna. Ég er samt í hælum. Fjandinn hafi það!
5. Strigaskór
Ég fer í ræktina! Og ég vil að mér líði vel. Og það er vel hægt að vera í strigaskóm í vinnunni! Sérstaklega ef þú þarft ekki að taka á móti fólki og getur setið við skrifborð með blygðunarplötu allan daginn.
6. Flatbotna
Ég er í tísku. Mér finnst gaman að vera sæt og skemmtileg. Og mér finnst gaman að hafa lítið fyrir að klæða mig. Og ballerínuskór minna mig á Disney prinsessu – þið vitið, áður en hún hittir guðmóðurina sem töfrar hana í glerskó og glimmerkjól.
7. Kuldaskór
DJ****** er F****** KALT!