Öll höfum við fundið fyrir kvíða. Kvíði er eðlileg tilfinning sem allir finna fyrir við ákveðnar aðstæður. Kvíðaröskun er eitthvað sem margir eru að eiga við á einhverjum tímapunkti í lífi sínu og getur það hent hvern sem er og þá eru stjörnurnar ekki undanskildar.
Hér eru nokkrar stjörnur sem hafa verið með kvíða og gefa góð ráð.
Sem grínisti hefur Silverman skrifað og komið fram á Saturday Night Live og í sínum eigin þáttum. Hún hefur talað opinskátt um ævilanga baráttu sína við þunglyndi og notkun hennar á lyfjum eins og Xanax, Klonopin og Zoloft. „Ef þú upplifir þetta einhvern tímann, eða ert að upplifa þetta núna, þá skaltu bara vita að hinum megin við þessa reynslu verða litlu hamingjustundirnar í lífinu miklu sætari,“ sagði hún í viðtali við Glamour árið 2015. „Erfiðu tímarnir, dagarnir þegar þú ert bara bolti á gólfinu — þeir munu líða hjá. Þú ert að spila langan leik og lífið er algjörlega þess virði.”‘
Yngsti meðlimur Kardashian tríósins er þekktust fyrir miklar breytingar á líkama sínum þegar hún léttist um 18 kílógrömm og fékk gríðarlega kviðvöðva. Khloe hafði kallað líkamsrækt sína ákveðna „meðferð“, sérstaklega eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar, Lamar Odom, var lagður inn á sjúkrahús vegna ofneyslu lyfja. “Ég sver það, líkamsræktarstöðin hefur tekið í burtu svo mikið af stressinu mínu. Það hefur hjálpað til við að róa mig. Þegar ég er pirruð og mér finnst bara allt vera glatað, þá fer ég í ræktina,” sagði hún árið 2015 í viðtal við Marie Claire. „Þú ert að auka framleiðsluna á endorfíni og líður vel með sjálfa þig. Það hefur bjargað mér.”
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.