Hvað ungur nemur gamall temur – veljum hollt fyrir börnin!

Myndbandið hér að ofan er ekki nýtt af nálinni, en það eru heilsutengd vandamál þeirra sem glíma við offitu ekki heldur. Þó sagan sé uppsuni einn og Jim, söguhetjan sjálf – fyrirfinnist ekki – er stuttmyndin Rewind the Future áhrifamikil frásögn sem á sér stoð í raunveruleikanum.

Sjá einnig: Matarfíkn veldur vítahring sjálfseyðingarhvatar, skammar og þunglyndis

Ætlunin er að vekja foreldra til vitundar (án þess þó að koma inn ónauðsynlegri sektarkennd vegna saklausra millibita) um mikilvægi þess að velja heilbrigðar venjur fyrir eigin börn. Hér er farið yfir æviskeið karlmanns sem endar á skurðarborði bráðagjörgæslu ríflega þrítugur að aldri eftir ævilangar, óheilbrigðar venjur og val á mat. Hjartaáfall í kjölfar áunninnar sykursýki völdum offitu er ekkert grín að eiga við og þannig má vel hindra þá hörmungarsögu sem segir hér að neðan með því einu að velja grænt og hollt fyrir börnin, strax á unga aldri.

Hvað ungur nemur gamall temur – veljum hollt fyrir börnin!

SHARE