Ég ætla bara að viðurkenna það. Já, ég ætla. Ég er sjúklega forvitin um fræga fólkið. Alveg sama hvað viðkomandi er frægur fyrir. Ef hann bara telst sæmilega frægur þá er ég mætt. Með augun galopin. Að kafna úr forvitni.
Þetta voru vinir mínir að bauka í vikunni sem leið.
Vilhjálmur Bretaprins (æskuástin mín) fór í opinbera heimsókn til Kína.
Oh, það var svo gaman hjá honum. Þessari elsku.
Amma hans var líka í glimrandi gír. Ekki í Kína samt. Heldur tók hún á móti forsætisráðherra Mexíkó sem heimsótti London í vikunni.
Camilla, stjúpa hans, var einnig í móttökunefnd.
Tom Hanks og Ed Burns kíktu á Knicks-leik.
George Clooney og Danny Devito fóru á góðgerðarsamkomu.
Tom Cruise, Guy Ritchie og David Beckaham ( hin æskuástin mín) kíktu út á lífið. Ég vildi að ég hefði verið með.
Jared Leto lét klippa sig. Og raka.
Snoop Dog gerði allt vitlaust á Paris Fashion Week.
Justin Timberlake sendi eiginkonu sinni dásamlega afmæliskveðju á Instagram: “Happy Bday to the sweetest, most GORGEOUS, goofiest, most BAD-ASS chick I know. You make me smile ’til it hurts. I love you like crazy! Your Huz.” Ó, má ég bara borða þau?
Leikkonan Udo Aduba, úr Orange Is The New Black, smellti í sjálfu með Hillary Clinton.
Ryan Gosling viðraði sig. Og komu glöggir slúðurmiðlar auga á að hann skartaði nýju húðlfúri – Esme, sem er nafn dóttur hans.
Tengdar greinar:
Fræga fólkið fyrir og eftir Photoshop – Myndir
Fræga fólkið myndast ekki alltaf vel – Myndir
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.