Hvaða ástæður getur fólk haft til að þola þig ekki? – Nokkur atriði

Hefur þú nokkuð lent í því nýlega að vinir þínir eða vinnufélagar urðu allt í einu brjálaðir út í þig og þú hafðir ekki hugmynd um af hverju?  Þú telur líklega að þeir séu allt of viðkvæmir og hafi brugðist allt of hart við einhverju sem þú meintir ekkert með og veist varla hvað er!

Hvað gæti valdið? 

Í fyrsta lagi snýst málið ekki um það sem þú sagðir heldur miklu frekar um það sem þú lést ósagt.

Þeir sem ekki eru  mjög sleipir í mannlegum samskiptum telja kannski að það sé best að þegja sem mest. Og svo hitturðu vinnufélaga í Kringlunni og nikkar ekki einu sinni til hans því að það yrði bara vandræðalegt ef þú færir að stoppa og tala við hann. Þú heyrir þegar hann er kominn fram hjá þér að hann tautar: auli..

Hvað er eiginlega að?

Þetta  eru algengustu  mistökin. Þér var boðið í partý og þú svaraðir ekki einu sinni. Þú fékkst fyndin skilaboð og sýndir engin viðbrögð. Svo átti kunningi  þinn afmæli og ekki óskaðir þú honum til hamingju. Fólk er ekki ánægt með þetta – en maður býst nú ekki við að þögnin sé særandi – eða hvað?   Ef þér finnst þetta út í hött skaltu spá í þetta. Þú sækir um vinnu og hvort finnst þér verra að fá bréf þar sem segir að þú fáir ekki vinnuna eða fá ekkert bréf?  Auðvitað er vont að vera hafnað en þegar manni er ekki svarað er manni sýnd lítilsvirðing og það finnst flestum verri kosturinn. Og þannig líður mörgum þegar þú sýnir engin viðbrögð.

Gamalt orðtak segir: Hatrið er ekki andstæða ástar heldur afskiptaleysið.

Við erum hér í raun að tala um  hvað við gerum og gerum ekki- hvernig við sýnum (ímyndaða) yfirburði okkar.

Við gerum það t.d. með því að segja af okkur  ýmsar frægðarsögur til að undirstrika yfirburðastöðu okkar  þó að við vitum að  sá sem við erum að tala við sé í þröngri stöðu í lífinu og það fer algjörlega fram hjá þér að honum finnst þú hreinlega andstyggileg.

Hvað er athugavert við þetta?

Jú, þú náðir undirtökunum. Þú ætlaðir ekkert endilega að gera það en með orðum þínum gerðir þú það- og ert alltaf að því.  Ómeðvitað ertu að velta viðmælanda þínum uppúr því sem hann hefur enga möguleika á að geta gert og þar með verða yfirburðir þín alveg greinilegir. Og það er alveg áreiðanlegt að fólki sem verður fyrir þessu er ekki skemmt og það fær óbeit á þér.

Þú gerir rétt í því að hafa í huga að…………

Öflin sem snúast um vald yfir öðrum  eru alltaf virk í samskiptum fólks hvort sem þú áttar þig á því eða ekki. Þegar tveir tala saman hefur annar alltaf yfirhöndina, er flottari, fallegri , öflugri o.s.frv. Þetta er gamla, „góða“ goggunarröðin.  Þegar sá sem stendur ofar í stiganum lætur viðmælandann finna að hann viti vel af stöðu sinni er fjandinn laus og óvildin í þinn garð blossar upp.

Í öllum samskiptum skiptir öllu hvernig maður velur orðin sín. Innihaldið getur verið það sama en efninu komið til skila á mismunandi hátt.  (Dæmi: drullastu til að ljúka verkinu– Heldurðu að þú gætir lokið þessu í dag? efast nú stórlega um það að þú getir það)

Þú ættir ekki að vera hissa þó að fólk hætti að bjóða þér í partý ef orðaval þitt er yfirleitt á þessum nótum. Þú stækkar aldrei á því að niðurlægja aðra.

Hefurðu heyrt að gjöf skal gjaldast er vinátta á að haldast?

Þetta er mjög merkilegt fyrirbrigði en flestum finnst líklega að þeir eigi  eitthvað inni hjá öðrum af því þeir hafi áður gert þeim greiða.  Afbrigði af þessu hugarfari er að einhver  skuldi öðrum afsökun af því að….

Hvað er eiginlega í gangi?

Vel getur verið að sá sem „ætti“ að biðjast afsökunar hafi ekki hugmynd um að þessi þörf sé fyrir hendi eða að einhver greiði sé ógreiddur. Líklegast sitjum við flest upp með einhverjar svona ógreiddar skuldir.

Það er fróðlegt að líta á mörg hjónabönd í þessu samhengi. Fjöldi hjóna hugsar svona: (hún): Hann var nú ekki upp á marga fiskana þegar ég hreinlega bjargaði honum. (hann): Ég vinn fyrir þessu heimili, skaffa henni fínt hús og hún væri áreiðanlega með einhverjum fávita sem buffaði hana daglega ef ég hefði ekki bjargað henni. Og þau verða alveg hissa þegar þau heyra tóninn í hvort öðru.

Sama fyrirbrigði fyrirfinnst á vinnustöðunum. Margur maðurinn heldur að staðurinn standi og falli með honum og þá er skiljanlegt að áfallið verði mikið þegar hagræðingin ríður yfir og honum er sagt upp. Þetta er þakklætið!

Svo það er gott að muna að…

Fólk vill að næsti maður standi í þakkarskuld við sig. Já, það er rétt hjá þér- það veitir þér vald yfir honum.  Hvernig er þetta annars með bankann og lántakandann? Hvor hefur valdið?  Og hvað gerist ef þú borgar ekki? Fólk vill fá greiðann – hvaða greiða sem er borgaðan með einhverjum hætti! Ef þú endurgeldur ekki greiðann  hættir því  að líka við þig.     Flóknara er það ekki. 

 
 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here