Ávextir eru heilnæmir, fara flestir vel í munni og eru oftlega mjög freistandi. En sykurlausir eru ávextir ekki. Allir ávextir innihalda frúktósa – svonefndan ávaxtasykur – í einhverjum mæli. Ekki allir ávextir eru sætir á bragðið og sumir eru þannig sætari en aðrir. Á vefsíðunni Daily Meal má finna fróðlega grein sem sviptir hulunni af raunverulegu sykurmagni í ávöxtum; frúktósanum sem finna má í ágætum skammti.
Hvern grunar þig um græsku? Melónu? Appelsínu? Greipaldin? Svörin eru önnur en ætla mætti í upphafi. Jafnvel þó auðvelt sé að áætla að jarðarber séu dísæt, eru niðurstöðurnar nokkuð skemmtilegar og koma á óvart. Ekki er allt sem sýnist í heimi náttúrunnar, en hér fer örstutt samantekt – þýdd og staðfærð af vefsíðunni Daily Meal þar sem sjá má í grófum dráttum hvaða ávextir innihalda mesta sykur- og kaloríumagnið:
6 sæti – BANANAR:
Tveir vænir bananar innihalda hvorki meira né minna en 10.1 grömm af ávaxtasykri – þar af 76 kaloríur – sem gerir guðdómlega og lífræna banana að hitaeiningasprengju í ávaxtaríkinu.
5 sæti – KIRSUBER:
Góð skál af kirsuberjum inniheldur u.þ.b. 11 grömm af hreinum ávaxtasykri og er í kringum 54 kaloríur.
4 sæti – GRANATEPLI:
Eitt vænt granatepli inniheldur tæp 12 grömm af ávaxtasykri og er um 70 kaloríur – sem gerir freistandi ávöxtinn að litríkri kaloríubombu.
3 sæti – MANGÓ:
Safaríkt og vænt mangóaldin inniheldur hvorki meira né minna en tæp 13 grömm af ávaxtasykri og státar af 60 kaloríum.
2 sæti – VÍNBER:
Þó vínberin tróni í öðru sæti, gefa þau sigurvegaranum ekkert eftir – og eru þannig hnífjöfn fíkjum, sem innihalda líka tæp 14 grömm af sykri – ef tekið er mið af ágætri hnefafylli. Vínberin eru bústin að gæðum og þannig má segja að hnefafylli innihaldi tæpar 60 kaloríur.
1 sæti – FÍKJUR:
Ferskar og dísætar fíkjur eru jafn sykurríkar og vínberin sem verma annað sætið – þannig felur hnefafylli af fíkjum í sér tæp 14 grömm af ávaxtasykri – en fíkjurnar eru þó hitaeiningaríkari og hreppa fyrsta sætið af þeirri einföldu ástæðu að hnefafylli felur í sér yfir 60 hitaeiningar. Takk svo mikið.
Tengdar greinar:
9 leiðir til þess að hressa upp á hversdagslegan hafragraut
Skel með jarðaberjum og ferskjum – Dásamlegur eftirréttur
Hver er munurinn á ávaxtasykri & hvítum sykri?
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.