Við höfum öll heyrt hugtakið FEMINISTI. Margtuggin lumma og þvæld, misskilin og toguð. Einhverjir státa sig af því að vera feministar, meðan aðrir sverja og sárt við leggja að hafa aldrei iðkað slíka villutrú.
En hvað er feminismi? Hvaða merkingu hefur orðið fyrir þér? Er skammarlegt að vera feministi? Sjálfsagt jafnvel? Hvað sem þér finnst, hér fer ákveðin skilgreining á því í hverju hugtakið er fólgið og hvað það merkir fyrir fjórtán ólíkum einstaklingum að vera feministi:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.