Þessa uppskrift er algjört MUST að gera reglulega þegar maður vill hafa það kósý á t.d. sunnudagsmorgun. Þessa fann ég hjá Matarlyst og þessi er sú besta.
Hráefni
435 g hveiti (3 bollar)
3 tsk lyftiduft (vænar skeiðar)
½ tsk salt
40 g smjör við stofuhita (1 væn matskeið)
10 g sykur (2 tsk)
400 g ab mjólk
Aðferð
Setjið öll hráefni saman í skál hnoðið saman alls ekki of mikið þó því þá verða hveitikökurnar seigar. Ef deigið er blautt bætið þá örlítið af hveiti út í.
Setjið deigið á mottu, skiptið því í 5-6 parta, fletjið út og bakið á báðum hliðum á meðalheitri pönnu (ég hef hitann á 7 á minni hellu)
Kælið á grind.
Eða setjið öll hráefni í hrærivélaskál hnoðið saman í smá stund með háfnum. Bætið örlítið af hveiti út í ef þurfa þykir og mikið að hnoða eins lítið og þið komist upp með
Ég sker hveitikökurnar í fennt og frysti, tek svo út bita og bita og skelli í ristavélina.
Annars eru þær fljótar að þiðna við stofuhita.