Playboy hefur ekki farið hátt í bókum femínista undanfarin ár. Reyndar og sennilega aldrei. Femínistar, sem segja Playboy tímaritið niðrandi fyrir þenkjandi konur og vart við hæfi að karlmenn fletti, hefur iðulega þótt dónalegt, niðurlægjandi og ekki beinlínis ýta undir heilbrigð samskipti milli kynjanna.
Engu að síður leynist eitt og annað á síðum karlaritsins sem konum gæti þótt varið í og þá sérstaklega þetta athyglisverða flæðirit sem ætlað er að þjóna sem leiðarvísir fyrir karla og um leið svara spurningu allra tíma: HVENÆR er í lagi að flauta, blístra og kalla klámfengin klúryrði eftir ókunnum konum sem eru á göngu úti?
Er það NOKKRU sinni í lagi?
Sjáum hvað sérfræðingarnir segja:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.