Konur og kynþokki, karlmenn og leyndar þrár. Það er svo auðvelt að ætla að strákar eltist við konubrjóst og að ekkert skipti máli nema fagurmótaður rass.
En er það svo einfalt? Hvað gæðir konur í alvöru kynþokka og hvernig horfa karlmenn á konur í fullri alvöru? Getur hugsast að kona, sem sveiflar hárinu fallega til á svölum sumardegi geti vakið áhuga karlmanns?
Hvað með stelpur sem syngja og geta haldið lagi? Sumarkjóll á göngugötu? Fallega lagaðir fætur?
Stelpur, í alvöru. Strákar eru ekki svo einfaldir snúa við á punktinum og hlaupa hugsunarlaust í sömu átt og fagurmótaður rass …
[youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”KV3eFUu6o1o”]
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.