Hver er munurinn á ávaxtasykri & hvítum sykri?

Ávaxtasykur & Hvítur sykur sama dæmið?

Ég er ALLT OF OFT að heyra héðan og þaðan að það sé óhollt að borða of mikið af ávöxtum, þeir séu fullir af sykri og þeir geri þig bara feita/n. Sérstaklega bananar og vínber.
Við skulum setja lok á þessa mýtu núna shall we?

Hvers konar sykur er til?

Ávextir, og ávaxtasafi innihalda náttúrulega sykur, því komumst við ekki hjá. Þessi sykur er kallaður frúktósi (einsykra)

Sætindi, gos og slíkt innihalda VIÐBÆTTAN sykur, hvítan sykur oftast, sá sykur er kallaður súkrósi (tvísykra), og samanstendur af glúkósa (þrúgusykur) og frúktósa (ávaxtasykur).

Þegar við borðum sykur, bæði tvísykrur og einsykrur þá breytir líkaminn þeim í glúkósa, sem er aðal orkulind líkamans.

EN! beðmi og mjölvi sem eru samsetning einsykrunnar í plöntufrumuvegg (ávöxtum og grænmeti) eru EKKI nýttar sem orkuefni, ég endurtek, EKKI nýttar sem orkuefni því líkaminn getur ekki melt þær. Í staðin nýtast þær sem trefjaefni sem eru nauðsynleg fyrir meltinguna.

Áttu erfitt með að skilja hvert ég er að fara með þetta? Ekkert mál, brjótum þetta niður.
Ef við fáum meira en nóg af sykrum úr fæðunni, eins og oft gerist með sætindi og gosdrykki því við getum borðað miklu meira magn af þeim sykri heldur en ávöxtunum, þá breytir lifrin þeim í glýkógen…. Hvað er glýkógen?
AUKAKÍLÓIN sem þú kannski berð utan á þér.

Hvernig notar líkaminn svo ávaxtasykur og hvítan sykur á mismunandi hátt?

Nú er komið að því að segja ykkur frá því af hverju allur sykur er ekki eins.

Þrúgusykur (glúkósinn) sem er í hvítum sykri, fer beint út í blóðrásina, líkaminn þarf ekki að brjóta hann niður.
Styrkur blóðsykurs hækkar fljótlega eftir neyslu á þessari sykru og gefur frá sér insúlín hækkun. Eftir að styrkur blóðsykursins lækkar, hættir insúlínframleiðslan út í blóðið og styrkur þess lækkar.
Það er einstaklega mikilvægt fyrir eðlilega starfsemi líkamans að styrk blóðsykursins sé haldið innan ákveðinna marka.

Ávaxtasykurinn (Frúktósi), þarf líkaminn hins vegar að að berast til lifrarinnar, þar er hann ummyndaður í glúkósa (helsta orkulind líkamans) sem birtist þá sem sykur í blóði. Þetta ferli tekur lengri tíma og áhrifin á styrk blóðsykurs verða ekki mikil eins og þegar þrúgusykur er borðaður.

Niðurstaðan er greinileg !

Ávaxtasykur er EKKI það sama og hvítur sykur ! tala nú ekki um öll næringarefnin og vítamínin sem eru í ávöxtunum … hvaða næringarefni finnur þú í borðsykri?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here