Hin 25 ára gamla söngkona Rihanna setti þessa mynd (en eyddi henni út fljótt aftur) af olíubornum afturenda sínum inn á Instagram með textanum „and that’s a #WRAP!!!!!“ sem vísar til þess að hún er búin að vera að taka upp tónlistarmyndband alla þessa viku. Hún er búin að pósta nokkrum myndum þessa vikuna af sér úr tökum á myndbandinu og þar á meðal af sér klæddri eins og Marilyn Monroe og annarri af hælaháum skóm í bunka af peningum með myndum af henni sjálfri.
Í vikunni vann Rihanna einni dómsmál á móti Topshop en þeir notuðu víst mjög óaðlaðandi mynd af skvísunni á einn af stuttermabolum sínum.