
Það hefur ekki farið framhjá neinum að Gunnar Nelson er að fara keppa í kvöld í UFC í Lundúnum. Ég er ekki mikið fyrir bardagaíþróttir en lét mig hafa það að horfa á Fight Club með Brad Plitt. Ég er búin að tryggja mér áskrift fyrir kvöldið bara til að horfa á þennan unga efnilega mann. Hann gefur Brad Pitt og David Gandy ekkert eftir í útliti.
Einbeittur og flottur.
Hefur útlitið með sér til að draga konur að skjánum.
Vel þjálfaður skrokkur, ekki slæmt.
Á örugglega eftir að snúa mér undan skjánum í kvöld, efast um að ég hafi taugar í þetta.
Krossa putta og vona að hann „taki þetta“ í kvöld og passaðu andlitið drengur.