Hverjar geta verið afleiðingar offitu?

Offita getur haft í för með sér margs konar óþægindi og vandamál sem eru af líkamlegum, sálrænum, félagslegum og kynferðislegum toga og hafa þess vegna áhrif á heilsufar einstaklingsins.
Offita hjá börnum getur verið sálræn fötlun og ýtt undir einelti sem veldur óhamingju í æsku og á unglingsárum. Það liggur í augum uppi að það hefur áhrif á vellíðan okkar séum við rænd eðlilegri bernsku. Það setur mark sitt á allt lífshlaup okkar. Þar við bætist að erfitt getur reynst að skera upp herör gegn offitunni, sé maður þunglyndur og mann langi mest að fá sér að borða sér til hugarhægðar. Eineltið breytist með aldrinum en fullorðnir geta sætt mismunun vegna holdafarsins þegar þeir sækja um vinnu eða skólavist. Sálrænir erfiðleikar, einelti og félagsleg mismunun leiðir til einangrunar sem getur verið sársaukafull og jafnvel orsakað fötlun. Börn sem þjást af offitu eiga líka á hættu að verða fyrir æðakölkun fyrr en jafnaldrar þeirra sem eru í venjulegum holdum.

Líkamleg óþægindi

Bæði hjá börnum og fullorðnum tengjast líkamleg óþægindi daglegum viðfangsefnum eins og því að koma sér fyrir í armstólum, sinna persónulegu hreinlæti, hnýta skóreimar sínar, klæða sig og hjóla svo dæmi séu tekin. Óþægindin fara eftir því hversu feitt fólk er og einnig aldri viðkomandi.

Sjá einnig: Offita og yfirþyngd á Íslandi

Sjúkdómar sem tengjast offitu

Ýmsir sjúkdómar eru algengari hjá offeitum en öðrum og má þar nefna:

  • aldurstengda sykursýki
  • blóðtappa í hjarta
  • blóðtappa í heila (heilablóðfall)
  • gallsteina
  • þvagsýrugigt
  • slitgigt í höndum, hnjám og mjöðmum
  • brjóstakrabbamein
  • krabbamein í leghálsi
  • ristilkrabba
  • krabbamein í nýrum

Þessu til viðbótar má nefna ýmsa kvilla sem fólk tengir yfirleitt ekki sérstaklega við offitu, svo sem ófrjósemi (barnleysi) kvenna, bakverk og astma.

Óþægindi á meðgöngu

Sumar feitar konur finna fyrir meiri óþægindum á meðgöngunni en eðlilegt getur talist. Hafi kona sem telst vera of feit orðið þunguð eykst hættan á fósturláti í lok meðgöngu og sömuleiðis hættan á meðgöngueitrun. Sama máli gegnir um erfiðleika í fæðingu. Hættan á að barnið festist í burðarliðnum og að beita þurfi keisaraskurði er meiri hjá þeim konum sem teljast vera of feitar.

Sjá einnig: Þyngdaraukning, þreyta og fleira getur stafað af vanvirkni í skjaldkirtli

Aldurstengd sykursýki hjá ungu fólki

Alvarlegasti sjúkdómurinn sem fylgt getur offitu er aldurstengd sykursýki. Samhengið á milli líkamsþyngarstuðuls (LÞS) og hættunnar á aldurstengdri sykursýki: Í raun er ekki rétt að tengja þessa tegund sykursýki við hækkandi aldur þar sem hún greinist æ oftar hjá ungu fólki en það tengist aukinni tíðni offitu meðal barna og unglinga. Ef maður gefur sér að tíðni þessarar tegundar sykursýki hjá konum með LÞS undir 22 sé „eðlileg“ sýnir eftirfarandi listi hvað hættan á því að konur fái sjúkdóminn eykst eftir því sem þær eru þyngri:

LÞS á bilinu 25-27: 8 sinnum meiri áhætta
LÞS á bilinu 31-33: (offita) 40 sinnum meiri áhætta

LÞS hærri en 35 (mikil offita): 93 sinnum meiri áhætta

Sama beina samhengið er á milli LÞS og tíðni hjartasjúkdóma og gallsteina. Það hefur aftur áhrif á lífslíkurnar:

Ævilengdin styttist í hvert sinn sem fólk færist upp um þyngdarflokk.

Við þetta bætast, eins og fram hefur komið, ýmis vandamál sem tengjast bakinu og liðum sem þyngdin mæðir mikið á, svo sem mjaðma- og hnjáliðum. Allt veldur þetta auknum fjarvistum frá vinnu og getur leitt til þess að fólk verður öryrkjar.
Þess vegna eru nægar ástæður til að halda LÞS niðri en offitu fylgja alls engir kostir.

Sjá einnig: Hugrakkur ungur maður sýnir afleiðingar yfirþyngdar

Lífslíkurnar aukast ef við grennumst

Því er stundum slegið fram í fjölmiðlum að það geti verið hættulegt að grenna sig. Slíkar viðvaranir byggjast á eldri rannsóknum sem sýndu að þyngdartap tengdist almennt aukinni sjúkdóma- og dánartíðni. Það kom hins vegar ekki fram í rannsóknum þessum hver ástæða þyngdartapsins var né hvort það var afleiðing megrunarkúra sem byggðust á skynsemi. Nýrri rannsóknir hafa þvert á móti leitt í ljós að fólk getur lengt ævina með því að grennast, svo fremi að megrunin bitni ekki á öðrum líkamsmassa en fitunni. Því er hægt að komast hjá með því að forðast hastarlega föstu eða megrunarkúra sem byggjast á að borða eingöngu eitthvert duft. Slíkir megrunarkúrar hafa oft í för með sér að fólk fær ekki nóg af lífsnauðsynlegum næringarefnum, einkum próteini, mikilvægum steinefnum og vítamínum. Skynsamlegur megrunarkúr í tengslum við aukna líkamlega hreyfingu tryggir á hinn bóginn að megrunin eigi sér stað með eðlilegum hætti og leiði til aukinnar vellíðunar, heilbrigði og lengi lífið.
Í Danmörku renna 5-8% af heildarútgjöldum til heilbrigðismála til meðferðar vegna offitu og sjúkdóma sem hún veldur. Í Bandaríkjunum er þetta hlutfall 10%. Ef við reynum ekki að spyrna við fótum og hamla gegn aukinni offitu munu útgjöld til offitusjúkdóma aukast svo mikið að biðlistar eftir aðgerðum lengjast og þegar svo er komið getur reynst nauðsynlegt að skera niður & uacute;tgjöld vegna annarra sjúkdóma.

 

SHARE