Það hefur lengi verið sagt um íslenskar konur að þær klæðist of mikið svörtu eða dökkum litum. Mögulega er það rétt. En það getur verið erfitt að brjótast úr viðjum vanans! Hér eru nokkur góð ráð.
1. Eyrnalokkar
Hver segir að eyrnalokkar VERÐI að vera gull eða silfur? Ein auðveldasta leiðin til að ganga oftar í litum er einmitt sú að ganga með fylgihluti í lit! Ef þú ert vön að ganga í svörtu eða gráu munu eyrnalokkar í lit sannarlega lífga upp á heildarmyndina. Túrkís, lime grænt, bleikt, appelsínugult, fjólublátt og gult – allt gengur þetta vel við hlutlausa liti.
2. Klútar
Klútar í lit er líka góð leið til að ganga í litum. Einföld og upplífgandi á vordögum – fullkomin leið til að brjótast út úr vetrarhýðinu.
3. Skór
Skærrauðir skór lífga upp á hvaða átfitt sem er! Dórótea í Galdrakarlinum í Oz þekkti töframátt rauðra skó. Og hennar glitruðu þar að auki.
4. Hálsmen
Veldu áberandi hálsmen í fallegum lit og þú mátt vera viðbúin hóli allan daginn!
5. Sólgleraugu
Sólgleraugu þurfa ekki að vera brún eða svört til að virka. Það er bara hressandi að ganga með sólgleraugu með umgjörð í lit.
6. Naglalakk
Það tekur stutta stund að naglalakka sig. Og það er fullkomin leið til að bæta smá lit í daginn. Það má leika sér með hina ýmsu liti – hafðu bara vinnustaðinn í huga, stundum eru reglur varðandi svona lagað.
7. Bolir og blússur
Ef þú ert hikandi við að klæðast fjólubláum jakka eða grænni peysu gæti lausnin verið að klæðast bol í fallegum lit. Prófaðu að klæðast lituðum bol við hlutlausa liti og dagurinn gæti orðið allt annar.
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.