Við fjölskyldan fengum okkur enskan bolabít fyrir nokkrum mánuðum. Þvílíkur og annar eins gleðigjafi. Við létum hana heita Sóley því hún er með hringlaga brúnan blett á hvítu höfðinu sem minnir á sólina og líka af því hún er bara svo mikill sólargeisli.
Það er margt sem þarf að gera þegar maður fær sér hund. Ef maður á ekki hund finnst manni kannski allir þessir hlutir varla ómaksins virði en þegar þú ert komin með þinn eigin hund, sem treystir á þig og er alltaf með í fjölskyldunni, verður þetta svo sjálfsagt.
Eitt af því sem þarf að gera fyrir hundinn minn, sem er ekki alltaf úti að hlaupa í steinum, er að klippa á henni klærnar. Sumar klær þarf að klippa einu sinni í viku en yfirleitt þarf þess ekki nema einu sinni í mánuði. Best er að venja hundinn á þetta frá því hann er hvolpur því þá er hann vanur og þetta verður aldrei stórt vandamál.
Sjá einnig: Hundur kennir barni að hoppa
Ef þú hefur hug á að klippa klær hundsins þíns eru hér góð ráð til að hafa í huga:
-
Veldu góðar klippur
Ekki spara í þessum málum. Klippurnar þurfa að vera beittar og sérstaklega ætlaðar stærð hundarins og þar af leiðandi stærð og þykkt klónna hans. Ef þú ert með bitlausar og lélegar klippur getur það orðið til þess að klóin klofnar og það getur verið mjög sárt fyrir voffann þinn.
Mínar klippur eru eins og þessar hér og virka stórvel
-
Haltu rétt á klippunum
Þú þarft ekki að klippa allar klærnar á sama tíma. Byrjaðu á einni og gefðu hundinum smá verðlaun og komdu aftur seinna ef þú sérð að hann er óöruggur. Ein góð tækni til að klippa klærnar ekki of stuttar, er að halda handfanginu á klippunum, flötu upp þófunum á hundinum og klipptu svo beint neðan af klónni.
-
Sjáðu hvar kvikan er á klónni
Það er mjög mikilvægt að klippa ekki í kvikuna á klónni. Ef það gerist getur blætt mikið og það er mjög óþægilegt fyrir hundinn. Klipptu frekar minna en meira og þá bara oftar. Það er ekkert mál að sjá þetta á ljósum klóm en ef klærnar eru svartar er hinsvegar meira mál að sjá þetta. Ég myndi þá mæla með því að nota bara aðferðina þar sem þú leggur handfangið upp að þófunum á hundinum og klippir þannig.
Sjá einnig: Husky hundur „talar“ eins og barn
—————
Fylgstu með!
Kidda á Instagram
Hún.is á Instagram
Kidda á Snapchat: kiddasvarf
Hún.is á Snapchat: hun_snappar
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.