Fáðu þér að borða, settu á þig varalit – samt ekki of mikið af hvoru – ekki hanga bara með stelpunum en ekki segja neinum að þú eigir líka strákavini. Það er asnalegt.
Daðraðu – en samt ekki of mikið – vertu náttúruleg en ekki láta eins og einhver nunna – slappaðu af og vertu þú sjálf – en ekki hlæja of mikið … það er bara skrýtið.
Gleymdu þessu bara og vertu þú sjálf – fullkomnun er leiðinleg!
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.