Hvernig á ég að velja mér farða?

Þegar maður er að velja meik þarf maður að hafa í huga hvaða ártíð er. Á sumrin tekur húðin oft lit af sólinni og því er rétt að velja meik sem er ofurlítið dekkra en það sem notað er á vetrin.  
Þá er skynsamlegt að tala við förðunarfræðingana sem eru við afgreiðslu í snyrtivöruverslunum og leita ráða hjá þeim. Ég mæli með að fá sér tvo litatóna næst húðlit og prófa þá áður en ákvörðun er tekin um hvað verður endanlega notað. Það er líka mikilvægt að maður átti sig á hvernig húðin er þegar verið er að kaupa förðunarvörurnar.

• Ef húðin er þurr er gott að velja fljótandi farða eða rakakrem með lit. Fljótandi farðar og dagkrem með lit eru með miklum raka og mýkt og halda húðinni mjúkri allan daginn. Þegar meikið hefur verið borið á húðina þarf oft að púðra yfir til að þurrka upp olíu sem gæti verið of mikil.

• Ef húðin er feit er best að nota fitulaust krem, púðurundilag eða steinefnaríkt púður sem hentar viðkvæmri húð. Púðurfarði hentar mjög vel til að þurrka upp fitu í húðinni auk þess sem glansinn hverfur alveg þegar svo er púðrað yfir húðina.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here