Ég er ung kona frá litlu sveitafélagi hérna á Íslandi og er flutt til Reykjavíkur og mun aldrei snúa aftur.
Mig langar að skrifa um þetta sveitafélag og sjá hvernig fólk bregst við þessu því ég vil sjá hvort þetta séu eðlilegar kringumstæður.
Einelti:
Einelti hefur viðgengist lengi í þessu sveitafélagi, það er aldrei neitt gert. Alveg sama hvort það séu nemendur, kennarar, vinnustaður, og það sem versta er er að vissir aðilar í íþróttamiðstöðinni eru hrikalegir sérstaklega við börn. Ég lenti í miklu einelti af bæði krökkum og fullorðnum, og ég verð nú að segja að eineltið sem ég fékk frá kennurum og fleirum var oft verra en af samöldrum mínum.
Ef þú segir einhverjum frá eineltinu þá ertu ekkert nema lygari og aumingi.
Klíkuskapur:
Klíkuskapur er líklega alls staðar en ég efast um að þetta sé svona slæmt alls staðar. Ég ætla að halda aðeins áfram með eineltisumræðuna inn í klikuskapnum einfaldlega vegna þess að það er ekki sama hver þú ert.
Ef mamma þín og pabbi eru „sombody’s“ þá ertu frekar öruggur um að vera ekki lagður í einelti. En ef t.d. mamma þín vinnur í þvottahúsi á hóteli og pabbi þinn vinnur bara í fiski þá ertu ekkert svo merkilegur enda líka „má“ gera grín af þér og baktala þig.
Sama er með ef fólk ætlar að sækja um vinnur, þetta er allt klíkuskapur. Á nú vinkonu sem var atvinnulaus í 2 og hálft ár næstum því útaf klíkuskap, hún er einnig eineltis-fórnalamb í þessum bæ. Fólk var að bak tala hana sem þekktu hana ekki, kölluðu hana aumingja að vera ekki komin með vinnu. En hún að sjálfsögðu reyndi allt sem hún gat og sótti um allt sem losnaði.
Fólkið þarna villir sér heimildir eins og enginn sé morgundagurinn. Ég vil taka fram að ég er ekki að segja að allir í þessu sveitafélagi sé vont fólk eða að leggja í einelti. En því miður er stór hluti bæjarins sem lítur niður á þá sem minna mega sín!
Svo það sem mér finnst allra verst í þessu öllu saman er sveitafélagið og bæjarstjórinn. Bæjarstjórinn sem einstaklingur hefur aldrei lent í neinu veseni í þessum bæ og hefur alltaf verið einstaklingurinn sem hefur fengið „free-pass“ á einelti og fengið vinnuna sem honum langar í.
Hann er með sérþarfa þjónustu fyrir „sitt“ fólk hægri vinstri og virðist gleyma þeim sem minna mega sín.
Nú sný ég mér aftur að vinkonu minni sem var 2 ár að leita sér að vinnu og kalla ég hana A hér eftirA á barn og var sett á lista fyrir rúmum 3 árum til að finna fyrir hana íbúð og það sem hún sækist eftir er 3 herbergja íbúð svo hún og barnið geti verið með sér herbergi. Hún fær loksins íbúð sem losnar en hún er 2 herbergja og henni er sagt að það sé aðeins tímabundið þangað til eitthvað stærra losnar svo hun flytur þarna inn. Eins og ég sagði áður þá eru liðin 3 ár síðan og hún er enn í sömu holunni og þrengist um þau plássið meira og meira með hverjum mánuðinum.
Svo kemst hún að því aftur og aftur að það er verið að svíkja hana alveg sama þó hún hringi og spyrji þá er hún alltaf efst á listanum en samt kemst einhver á undan henni í hvert skipti sem eitthvað losnar, fólk sem hefur verið styttra á listanum en hún eru að fá íbúðir á undan henni og meira að segja fólk sem að hefði þessvegna bara fengið íbúðina sem hún er í nú þegar, þessir aðilar sem fengu íbúðirnar eru á þessum „sérþjónustu“ lista hjá bæjarstjóranum , sem sagt skyldfólk og vinafólk.
Ekki nóg með það að hún sé látin dúsa í lítilli íbúð á meðan hún situr föst á listanum sem hún átti að vera efst á fyrir nokkrum mánuðum heldur er þessi íbúð algjör viðbjóður. Bakaraofninn er ónýtur, þegar hún er að elda verður eldavélin frá toppi til táar alveg sjóðandi heit og alls ekki barnvænt.
Það er allt morandi í silfurskottum.
Loftið er svo rakt í íbúðinni að barnið hennar er með astma, og við erum sannfærðar um að það séu sveppir í íbúðinni.
Dúkurinn á gólfunum eru að mygla. Hún hefur hringt margoft til að koma og athuga þetta, þeir viðurkenna ekki að það sé nokkuð að ofnunum, það var komið með FLUGNAEITUR til að eitra fyrir silfurskottunum. Það vita það allir að það virkar ekki á þessi meindýr.
Þeir viðurkenna ekki að rakinn sé slæmur alveg sama hversu oft hún tönglast á því að barnið hennar sefur langbest allt annarstaðar en heima hjá sér útaf astmaköstum.
Það flæddi inn á geymsluna hennar og skemmdust nokkrir kassar af barnafötum, fullt af dóti og barnavagn. Hún fékk aðeins 100 þúsund krónur bætt.
Svo veit maður um að ef „aðal“ fólkið lendir í einhverju er öllu kippt í lag á stundinni.Ég hef fleiri smávægileg dæmi en þetta er svona það helsta og ég veit um fleiri sem eru í vandræðum með þennan bæjarstjóra. Þetta sveitafélag þarf að fara undir smásjá ríkistjórnarinnar.
Vinkona mín hefur ekki efni á að flytja annað, hún er ein og fær ágætis hjálp frá ættingjum á þessum slóðum og þarna situr hún föst.
Hvernig er hægt að koma svona fram við fólk?
ATH. Þessi grein er aðsend. Í Þjóðarsálinni getur fólk sent inn greinar, nafnlaust. Skoðanir sem að birtast í innsendu efni endurspegla ekki skoðanir Hún.is