Við getum alveg verið sammála um það, að það fylgja því margir kostir að vera kona, en þessi blessaði tíðahringur er ekki einn af þessum kostum.
Auðvitað eru sumir af þessum 28 dögum ekki alveg hræðilegir en það eru dagar á þessu tímabili, þar sem manni getur liðið eins og maður sé bara andsetinn.
Í raun eigum við flestar nokkra persónuleika sem koma fram í hverjum mánuði.
Við getum verið svona þegar blæðingarnar klárast. Bókstaflega!
Egglosið kemur og þá fer manni að líða svona og hugsa „AF HVERJU?“
Það er ekki nóg að vera bara með seiðing í móðurlífinu því nokkrum dögum síðar bætist við að brjóstin verða aum og viðkvæm.
Sársaukinn eykst svo hægt og rólega og allt í einu fer allt og allir að fara í taugarnar á þér. Þér fer meira að segja að finna lífið yfir höfuð leiðinlegt og allt er á móti þér. Fyrirtíðaspenna er hrikaleg og það ert þú líka á þessum tíma
Óseðjandi hungur! Er það eitthvað sem þið kannist við? Það er annar fylgifiskur fyrirtíðaspennunnar
Maginn verður svo útþaninn í nokkra daga og þú ert sannfærð um að þú sért nú búin að bæta á þig nokkrum kílóum
Þú vaknar daginn eftir og kemst að því að eiginmaðurinn fór ekki út með ruslið í gær! Skrímslið gengur laust!
Svo kemur það fyrir að blæðingarnar byrja 2 dögum of snemma og eyðileggja uppáhaldsnærbuxurnar þínar
Svo koma kramparnir sem verða stundum það slæmir að þeir fara að minna á hríðir
Svo þegar þú ert svona um það bil að missa lífsviljann, þá fara blæðingarnar að minnka
Og svo byrjar þetta allt aftur og þér finnst þú eiga heiminn
„Im sexy and I know it“
Heimildir: The stir