Allir fjölmiðlar hafa verið undirlagðir í fréttum frá París frá því á föstudaginn. Tugir manna féllu. Saklaust fólk sem átti sér einskis ills von. Maður veltir auðvitað fyrir sér hvað gerist svo. Þorir maður að fara út af heimilinu aftur í þessu hverfi?
Kona nokkur sem heitir Jemma Lohr McPherson býr í nágrenni við Bataclan og birti þessar myndir.
Sjá einnig: Bjargaði ófrískri konu í París
„Ég bý við götu sem heitir Beaumarchais en gatan mín var notuð til að hjúkra fólki sem var það heppið að lifa af árásina í Bataclan“
„Bataclan er hér handan við hornið. Ef þú gengur í 10 mínútur kemurðu á Rue de la Fontaine-au-Roi torgið þar sem eru tveir veitingastaðir og þvottahús sem lentu í kúlnahríð.“
„Í tveggja mínútna fjarlægð er Le Petid Cambodge og Le Carillon. Allar árásirnar, nema á Stade de France, voru í litlum hverfum, rétt hjá skrifstofum Charlie Hebdo.“
„Þessir staðir eru alltaf þéttsetnir og Petit Cambodge er mikið til bara gler svo þú getur ekki falið þig.“
„Þarna var gerður mjög góður matur.“
„Við Bataclan eru blóm og kerti í bland við latexhanska og fleiri hjúkrunarvörur. Skópar var skilið eftir á miðri götunni. Mikið af blaðamönnum á ferli en enginn kemst að Bataclan þar sem verið er að vinna að rannsóknum.“
Skjöldur sem franska lögreglan notaði til að skýla sér þegar þeir ruddust inn í Bataclan.
„Það er búið að þrífa allt svæðið en götin eftir byssukúlurnar eru allsstaðar. Mikill mannfjöldi er á ferli en algjör þögn er á götunum.“
„Þetta er ekki París.“
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.