Ég er 37 ára og farin að finna fyrir því að húðin á mér er að eldast, húðumhirða skiptir mig því miklu máli.
Ég er með blandaða húð og fæ bæði bólur og þurrkubletti.
Ég passa uppá að þrífa húðina kvölds og morgna, set á mig maska nokkrum sinnum í viku og sef oft með rakamaska.
Þegar ég þríf á mér húðina á morgnana nota ég mildan hreinsi og Clarisonic burstann minn og þríf á mér andlitið. Eftir þetta set ég serum, raka serum í mínu tilfelli þar sem ég er frekar þurr og svo fylgi ég eftir með kremi eins og complete comfort frá MAC, Ultra Repair Cream frá FAB eða The Magic Cream frá Charlotte Tilbury ef ég er mjög þurr.
Á kvöldin byrja ég á því að renna yfir andlitið á mér með Micellar vatni og bómul til að ná efsta laginu af farða af svo nota ég Clarisonic burstann minn og þríf mig í framan almennilega.. þegar ég er búin að því set ég á mig Advanced Night Repair frá Estee Lauder og ef ég er alveg að þorna upp þá bæti ég við rakamaska t.d. og ég sef með hann, stundum blanda ég útí maskann olíu ef ég er alveg að skrælna.
Ég heiti Bengta María, er 37 ára, á mann eða unnusta við erum ekki búin að gifta okkur ennþá og svo á ég 16 ára gamla stjúpdóttur. Mér finnst ekkert skemmtilegra en að verja tíma með fjölskyldunni og vinum mínum, leika mér með makeup, allskyns húðumhirða og svo að skrifa