Hvernig kynntust þessi stjörnupör?

Það er alltaf gaman að heyra söguna af því hvernig hjón eða par kynntist. Fræga fólkið kynntist ekkert endilega í einhverjum ofur rómantískum kringumstæðum. Það virðist vera mjög algengt að leikarar verði ástfangnir við tökur kvikmynda eða þáttaraða. Sum þessara para kynntust jafnvel á blindu stefnumóti.

Victoria og David Beckham
David sá Victoriu fyrst í Spice Girls tónlistarmyndbandi og sagði: “Þessi mun verða mín”. Parið hittist síðar á fótboltaleik þar sem David játaði ást sína og hafa þau verið saman síðan.

Tom Brady og Gisele Bundchen
Parið hittist fyrst á blindu stefnumóti sem sameiginlegur vinur þeirra skipulagði. Brady segir að vinur hans hefði sagt honum að hann þekkti kvenkyns útgáfu af honum. Gisele hefur sömu sögu að segja, vinurinn sagði henni að hann ætti vin sem væri karlkyns útgáfa af henni. Parið hefur verið saman síðan, stefnumótið hefur greinilega gengið með eindæmum vel.

Kim Kardashian og Kanye West
Kim og Kanye hittust fyrst fyrir nokkrum árum við gerð þáttar sem Jimmy Kimmel og Kanye West framleiddu. Það varð aldrei mikið úr þeim þætti en Kim og Kanye urðu góðir vinir og á endanum par

Brad Pitt og Angelina Jolie
Brad Pitt varð ástfanginn af Angelinu við gerð myndarinnar Mr and Ms Smith. Brad Pitt var enn giftur Jennifer Aniston á þessum tíma eins og flestum er kunnugt. Angelina hefur áður sagt að þau hafi bæði áttað sig á því þegar tökum lauk að ást þeirra var raunveruleg og að þetta væri miklu meira en bara hrifning. Hún segir að á þeim tímapunkti hafi þau þurft að hugsa sig vel um áður en þau tóku ákvörðun um að fara að vera saman.

Ellen DeGeneres og Portia de Rossi
Ellen og Portia kynntust baksviðs á verðlaunaafhendingu. Stuttu síðar hélt Ellen partý heima hjá sér til að hafa afsökun til að hitta Portiu aftur, hún vonaðist til að hún myndi mæta og ósk hennar rættist. Hrifningin var greinilega gagnkvæm.

Ben Affleck og Jennifer Garner
Þau hittust fyrst við gerð myndarinnar Pearl Harbor og svo aftur við gerð myndarinnar Daredevil. Þau urðu þó ekkert meira en vinir á þessum tíma vegna þess að Ben var trúlofaður Jennifer Lopez en eftir að sambandi þeirra lauk fór allt að gerast. Í dag eiga þau yndisleg börn saman og virðast vera hamingjusöm.

Fergie og Josh Duhamel
Parið kynntist við tökur á þáttunum Las Vegas og smullu saman.

Anna Paquin og Steven Moyer
Parið kynntist við tökur á fyrstu þáttaröð True Blood. Fyrsti kossinn þeirra var við tökur þáttanna en þau eru par í dag og eiga saman tvíbura.

Gwyneth Paltrow og Chris Martin
Sögur herma að Gwyneth hafi verið grúppía Coldplay þegar hún kynntist eiginmanni sínum baksviðs eftir tónleika hljómsveitarinnar.

SHARE