Ég er alltaf að lesa hinar og þessar greinar þar sem stendur við fæðutegundirnar – lækkar kólesteról, eða gerir hitt og þetta.
Nú fór ég bara að hugsa AF HVERJU? HVERNIG?
Ég skal segja ykkur hvernig og af hverju trefjar eru svona mikilvægar í að lækka kólesteról líkamans. Ef þið eruð viðkvæm eða klígjugjörn skulið þið ekki lesa þetta.
Leysanlegar trefjar lækka kólesteról með því að trufla upptöku galls í þörmunum. Það virkar svona:
Þegar trefjarnar trufla upptöku gallsins, þá er gallið fært í saurinn.
Til að bæta upp fyrir missinn á gallinu framleiðir lifrin meira af galls söltum. Líkaminn notar kólestról til að búta til galls söltin.
Svo til þess að halda kólesterólinu góðu þrátt fyrir að nota það til að búa til söltin, framleiðir lifrin meira af LDL viðtökum.
Þessir viðtakar sjá um að lækka kólesterólið í blóðinu.
Auðvelt að skilja þegar það er sett svona upp ekki satt?
Nú, hvað er trefjarík fæða?
Trefjar koma úr plöntuvefjum, svo grænmeti og ávextir ætti að vera þitt besta og fyrsta val.
Ásamt því er er eftirfarandi:
* Grænmeti
* Ávextir
* Korn – gróft
* Baunir – linsubaunir eru bestar.