Það getur verið gott að leita til stjörnumerkjanna til að skilja sína nánustu aðeins betur. Reiði er tilfinning sem við þekkjum öll og hér má lesa aðeins um það hvernig hvert og eitt stjörnumerki tjá reiði sína.
Vatnsberinn
Vatnsberinn kýs að rífast ekki við neinn og ef hann er reiður út í einhvern fær sá aðili bara að finna fyrir því með þögn.
Samt sem áður elskar Vatnsberinn að finna leiðir út úr ágreiningi og stilla til friðar en það getur bara gerst eftir að hann hefur róað sjálfan sig niður.