Hvernig vann þessi haugur?

Það er ekki tekið út með sældinni að vera Arnold Schwarzenegger eins og hann hefur nýlega upplýst. Þrátt fyrir að hafa verið heimsfrægur fitnesskappi á árum áður og ansi vel á sig líkamlega kominn þrátt fyrir að nálgast óðfluga sjötugt hefur hann alla tíð verið með brotna sjálfsmynd. Hann segist skorta sjálfstraust og aldrei verið almennilega ánægður með sig, ekki einu sinni þegar hann var uppi á sitt allra besta.

Sjá einnig: Ástarbarn Arnold Schwarzenegger er alveg eins og hann

 

Þegar hann varð Herra Olympía í fyrsta sinn segist hann hafa litið í spegil og spurt sig að því hvernig í ósköpunum þessi haugur hafi farið að því að vinna. Þetta kemur nokkuð á óvart enda flestir vafalítið talið hann afar öruggan með sjálfan sig. Þetta sýnir svo um verður ekki villst að sjálfsefi og niðurrif fer ekki í manngreinarálit og stöðug pressa frá samfélaginu um að líta óaðfinnanlega úr hefur síður en svo bara áhrif á konur.

SHARE