Hvernig vitum við að við þurfum hreinsun?

Að hreinsa eða afeitra líkamann; að detoxa, þýðir að hjálpa líkamanum að losa sig við eiturefni sem safnast upp í lifrinni. Þegar talað er um að fara í hreinsun eða afeitrun er verið að tala um leiðir til þess að hámarka getu líkamans til þess að losa sig við þessi eiturefni. Líkaminn hefur þessa virkni á náttúrulegan hátt en upp getur komið að hann hafi ekki undan og þá safnast eiturefnin upp og geta valdið okkur vanlíðan.

 

Hægt er að ná töluverðum árangri í hreinsun með því að borða rétt, drekka vatn, hreyfa sig og passa sig á því að vera ekki í óheilnæmu umhverfi.

 

Sjá einnig: Matur sem hjálpar við að afeitra líkamann

Við þekkjum betur ytri hreinsun líkamans – við förum í sturtu, burstum tennur og þvoum okkur um hendur margsinnis yfir daginn. Þegar við þurfum að þvo okkur er það áþreifanlegt – en hvernig vitum við að líkami okkar þurfi innri hreinsun? Ef þrjú eða fleiri þessara einkenna eiga við þig gætir þú þurft á hreinsun að halda.
-Skán á tungu
-Vökvasöfnun í líkamanum/bjúgur
-Uppþembdur magi
-Mikil löngun í sætindi
-Mikil svitamyndun og þér er „alltaf heitt“
-Erfiðleikar við að léttast
-Húðkláði, útbrot eða bólur
-Óútskýrð þreyta
-Skapsveiflur
-Viðkvæmni fyrir áfengi (finnur áhrif eftir mjög lítið magn)
-Svefnörðugleikar

 

Heimildir: Fréttatíminn

SHARE