Hvers vegna ættirðu að setja ísmola þarna?

Við höfum ótrúlega gaman að svona allskonar óhefðbundnum ráðum og skemmtilegheitum (jú það er orð). Ég gróf þetta upp á netinu og fann mig knúna til að deila þessu með ykkur. Ég ætla allavega að prófa þetta.

Þetta hljómar kannski eins og einhver vitleysa en þetta „trix“ á að láta þig fyllast af orku og lífi. Það eina sem þú þarft er ísmoli og nokkrar mínútur af tímanum þínum.

Sjá einnig: Húsráð: Vissir þú að það er hægt að nota kaffibolla til þess að brýna hníf?

 

Það er blettur neðst á höfuðkúpunni sem er kallað Feng Fu og þú getur séð hvar hann er á myndinni hér. Ef þú setur ísmola á þennan blett reglulega mun líkami þinn fá nýjan kraft og þér mun líða vel, fá aukna orku og finna fyrir aukinni gleði.

 

Hvað mun þetta gera:

  • Bæta svefn
  • Bæta meltinguna
  • Laga höfuðverk
  • Hjálpa til við að lækna kvef
  • Lina verki vegna tannpínu

Hjálpar einnig við:

  • Sjúkdómum í öndunarfærum
  • Hjarta- og æðasjúkdómum
  • Skjaldkirtilsvandamál
  • Fyrirtíðaspennu
  • Geðheilsu

 

Sjá einnig: Húsráð: Komdu í veg fyrir að glingrið þitt verði grænt

Hvernig á að gera þetta:

Liggðu á maganum og komdu ísmolanum fyrir. Hafðu hann á svæðinu í 20 mínútur. Þú getur annað hvort slakað á eða notað hárband til að halda honum þarna. Gerðu þetta reglulega í 2-3 daga. Gerðu þetta fyrst að morgni, á fastandi maga og svo á kvöldin fyrir svefn. Eftir um 30-40 sekúndur muntu finna fyrir hitatilfinningu á þessum bletti á höfðinu. Ef þú gerir þetta er þér lofað mikilli sælutilfinningu. 

SHARE