Þessi stelling er mjög algeng á meðal barna sérstaklega, þó að til eru einhverjir fullorðnir einstaklingar sem eiga það til að sitja svona, en það sem við ekki öll vitum er að þessi stelling getur verið afar óholl fyrir líkama okkar. Sumir halda einnig að þetta sé merki um liðleika barnanna, þó að það sé að vissu leiti þáttur en ef þú sérð barn þitt sitja svona reyndu þá að fá það til að sitja öðruvísi.
Sjá einnig: Að sitja of mikið getur haft alvarlegar afleiðingar
Þessi stelling getur ekki bara komið í veg fyrir að barnið nái að teygja sig í þá hluti sem það vill en hún hefur líka slæm langtíma áhrif á fætur þeirra og almenna hreyfigetu og stöður.
Vandamál í fótum og veikleiki í maga og bakvöðvum, skert hreyfigeta, jafnvægi og vandamál í mjaðma-, hnjá- og ökklaliðum eru nokkrir af þeim fylgikvillum sem geta fylgt þessari stöðu og því brýnt að sjá til þess að börnin okkar sitji í annarri stöðu.
Sjá einnig: Teygjur
Sjá einnig: Fótaóeirð – Hvað er til ráða?
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.