Geðhvörf einkennist af mislöngum tímabilum með þunglyndi eða örlyndi (maníu). Á þessum sjúkdómstímabilum getur sjúklingurinn verið sturlaður, þ.e.a.s. að raunveruleikaskyn hans er brenglað. Fjöldi sjúkdómstímabila er breytilegur frá einni persónu til annarrar, nokkrar fá aðeins eitt tímabil aðrir fleiri. Á milli veikindatímabila er viðkomandi í raun heilbrigður. Það er áætlað að milli 1 og 2 % af þjóðinni sé með geðhvarfasýki.
Hvers vegna fær maður geðhvörf?
Fjölskyldu- og tvíburarannsóknir hafa sýnt að erfðaþættir hafa þýðingu fyrir það hvort einstaklingur fái geðhvarfasýki. Það eru miklar rannsóknir í gangi við að upplýsa hvaða gen tengjast tilhneigingunni til að fá þessar sjúklegu geðsveiflur. Margt bendir til þess að hæfileikinn til þess að stýra rétt mikilvægum boðefni í heilanum (seretónín, noradrenalín og dópamín) sé úr skorðum. Lyfjameðferðin færir þessi boðefni til jafnvægis.
Sjá einnig: Geðveiki af völdum kannabisneyslu
Hver eru einkennin?
Þunglyndi er lýst annars staðar. Mikið vonleysi er til staðar, tregða í tali og svipbrigðum, sjálfsásakanir og hugsanir snúast um dauðann.
Á hinum manísku tímabilum er sjúkdómsmyndin gjörólík, nú er mikil hreyfiþörf og lífskraftur. Mikilvægustu einkenni maníu eru:
- ört geð, árásargirni og ergelsi
- aukin orka og virkni
- málgleði, röddin er kröftugri en vanalega, hratt tal
- minnkuð svefnþörf
- ógagnrýnin hegðun, hvatvís.
Ofheyrnir geta bæði verið á þunglyndis og manískum tímabilum (t.d. raddir sem segja hve slæmur maður sé) og einnig ranghugmyndir (um að hafa sérstakt hlutverk t.d.). Ofskynjanir eru raunverulegar fyrir sjúklinginn, og er því ekki mögulegt fyrir hann að aðskilja þessi hljóð og tilfinningar frá raunveruleikanum.
Sjá einnig: Hvað er persónuleikaröskun? – Einkenni og úrræði
Hvað er til ráða?
- Lært að þekkja sjúkdóminn.
- Leita sér hjálpar þegar einkennin koma fram.
Hvernig greinir læknirinn sjúkdóminn?
Það finnast engin örugg próf en sjúkrasagan með geðsveiflum öfganna á milli er svo einkennandi að læknirinn er sjaldan í vafa. Í tengslum við fyrsta veikindatímabil liggur oft vafi á um greininguna en oft hjálpar það við greininguna að vita um ættingja með veikindin.
Hverjar eru horfurnar?
Margir upplifa endurtekin veikindi gegnum árin. Sem betur fer eru til virkar meðferðir, bæði við þunglyndi og örlyndi. Fyrirbyggjandi meðferð, til að fækka sjúkdómstímabilum og gera þau vægari, kemur til greina.
Hver er meðferð geðhvarfasýki og hvaða lyf eru þar notuð?
Meðferð þunglyndis fer eftir alvarleika einkennanna: Sé um að ræða vægt þunglyndi er oft nóg að fara í viðtalsmeðferð. Oftast er þó þörf fyrir þynglyndislyf.
- Seretónín aukandi lyf (SSRI- Selective seretonin reuptake inhibitor) í töflum og vökva.
- Seretónín og noradrenalín aukandi lyf í töfluformi.
- Þríhringlaga lyf í töflum og innspýtingum.
- Fjórhringlaga lyf í töflum.
- Mónóamínóoxíðasahemjandi lyf í töflum.
- Lítíumsölt í töfluform.Í erfiðari tilvikum
þunglyndis, sérstaklega þegar viðkomandi er hættulegur sjálfum sér vegna sjálfsvígsþanka, þarf innlögn. Meðferðin getur verið annað hvort þunglyndislyf eða ef það nægir ekki, rafmeðferð, sem er örugg og árangursrík meðferð. Örlyndistímabilin eru læknuð með sefjandi lyfjum eða lítíum. Árangur sefjandi lyfja kemur fljótt fram en árangur lítíums hægar. Fyrirbyggjandi meðferð við geðhvarfasýki er með lítíumsöltum eða nokkrum lyfjum sem einnig eru notuð gegn flogaveiki.
Lestu fleiri áhugaverðar greinar á