Konur fá ekki alltaf fullnægingu og margar taka þá ákvörðun að þykjast hafa fengið það. Aðalega er það vegna þess að þær vilja ekki móðga kærastann eða eiginmanninn.
Hérna fyrir neðan eru ástæður fyrir því, hvers vegna konur falsa fullnæginguna og hvernig karlmaðurinn getur uppgötvað að hún var “fake”. Mundu einnig að langur forleikur er besta leiðin til að hjálpa konu að fá fullnægingu.
Merki þess að fullnæging hafi verið “fake” :
Í fyrstalagi þá er ekkert auðvelt að sjá hvort kona falsi fullnæginguna. Ef kona hefur óvenju hátt í rúminu þá er hún sennilega að feika það. En, kona sem er að fá fullnægingu getur einnig gleymt stund og stað og gargað af ánægju. Já, þetta er flókið.
En lífeðlisfræðilegt merki þess að fullnæging sé feik eru t.d hraður hjartsláttur, hraðari andadráttur og spenna í vöðvum.
Örvaðu egóið
Tæknilega séð ættu karlmenn ekki að vera að hafa áhyggjur af því hvort konan nái fullnægingu eða ekki. Það sem þeir ættu að gera er að finna út hvað henni líkar og hversu oft hún hafi fengið fullnægingu með honum. Ein ástæða þess að konur feika fullnægingu er vegna þess að margar þeirra halda að ef þær fái það ekki, þá móðgist makinn. Þar af leiðandi, til að vernda egóið hjá karlmanninum þá þykjast þær fá það.
Það þarf að vera sjálf meðvitaður
Sumar konur finna eflaust fyrir mikilli sjálf meðvitund þegar kemur að fullnægingu. Karlmenn þurfa að fullvissa konur um að það er í lagi að stynja, garga eða öskra þegar þær fá það.
Þreyta
Ef að þreyta er farin að segja til sín að þá er gott ráð að hjálpa henni með því að örva snípinn.
Óþægindi
Sumum konum finnst nándin vera óþæginleg með sínum maka. Ef svo er, þá þarf karlmaðurinn virkilega að sannfæra konuna um að hún þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur, gott er að hrósa henni t.d.
Tekur of langan tíma
Hún feikar fullnæginguna ef hún hefur áhyggjur að það muni taka hana of langan tíma að ná fullnægingu. Enn og aftur þarf karlmaðurinn að fullvissa hana um að hann vilji gera allt til að fullnægja henni. Eyðið meiri tíma í forleikinn því það virkar oftast nær alltaf.
Heimildir: healthmeup.com
Þessi grein er birt frá samstarfsaðila okkar: