Samkvæmt mínum leitarniðurstöðum eru mjög misjafnar skoðanir á því hversu oft þarf að þrífa ýmsa hluti og staði heimilissins. En oft á tíðum er mjög hjálplegt að skoða í hvað maður setur tímann sinn og hvernig maður getur einfaldað þrifin.
Mér finnst persónulega mjög leiðilegt að þrífa og oft ansi erfitt að finna byrjunarreitinn og hvenær maður á að hætta en með því að skoða hvað þarf að þrífa og gera í hverri viku og á hverjum degi er hægt að setja niður þægilegt plan.
Því er sniðugt að skipta verkunum sem þarf að gera vikulega eða mánaðarlega niður á ákveðna daga og bæta því alltaf einum til tveimur hlutum á daglega þrifalistann.
Hér eru listar sem segja hversu oft maður á að þrífa sem að ég fann á síðunni https://www.dailymail.co.uk/femail/article-3712141/Are-cleaning-Experts-reveal-house-washed.html
Ert þú svona dugleg/ur að þrífa og ert þú sammála því sem að er talið hér upp?
Anna Karen er tveggja barna móðir búsett í höfuðborginni. Hún er mikill húmoristi og elskar allt sem má kalla „tabú“.
Anna er mjög ofvirk og gleymin en er með hjartað um það bil á réttum stað. Jákvæðni og gleði er það sem hún vill deila til allra þeirra sem lesa greinarnar hennar ásamt því að markmið hennar er að taka þátt í að stuðla að bættri líkamsímynd og betra sjálfstrausti í samfélaginu.
„Að sýna hlýju, þolinmæði og skilning er með því dýrmætasta sem við getum gefið. En aðeins ef við getum gefið okkur það sjálf“- AKS