Þið ykkar sem eruð í vafa með það í hversu góðu sambandi þið eruð þurfið ekki að örvænta lengur. Tímaritið Cosmopolitan hefur tekið saman nokkra skemmtilega punkta sem ættu að geta sagt þér til um það hvort þú sért í góðu eða frábæru sambandi.
Prófið er ekki byggt á margra ára félagsfræðirannsókn og því er ekki hægt að reikna með því að niðurstöðurnar séu 100% marktækar, en hún Lane Moore greinahöfundur kemur þó með marga skemmtilega punkta sem verðugt er að skoða.
1. Gott: Þið hafið átt nokkur skemmtileg stefnumót sem þið hugsið hlýlega til.
Frábært: Mestur hluti af þeim tíma sem þið eyðið saman er ótrúlega skemmtilegur og stefnumótin ykkar eru bara skemmtun á nýjum stað.
2. Gott: Þú elskar kærastann þinn/kærustuna þína en þú hefur stundum þínar efasemdir um sambandið. Bara stundum eins og seint á kvöldin, þegar þú hugsar um sjóðheita samstarfsfélagann þinn sem þú myndir þó aldrei gera neitt með.
Frábært: Það er ekki eins og þú efist aldrei sambandið en það góða í því vegur meira en það slæma. Stundum er eins og það slæma sé ekki til í sambandinu. Þá veistu að þú ert með réttu manneskjunni í lífinu.
3. Gott: Þið eruð hamingjusöm saman, en þú ert ekki viss hvort þú viljir hitta foreldra hans/hennar og hvað þá að hann/hún hitti þína.
Frábært: Þú ert ótrúlega spennt að hitta foreldra hans/hennar og þú getur ekki beðið eftir því að hann/hún hitti þína. Það er næstum því eins og þú sért að fá að halda æðislegt teiti þar sem öllum kemur vel saman.
4. Gott: þið eigið yfirleitt frábærar stundir saman en þið talið nánast aldrei um framtíðina né gerið sameiginleg plön.
Frábært: þið getið talið um framtíðina og gerið plön saman af því að saman eruð þið óstöðvanlegt teymi.
5. Gott: Það er eitthvað að angra kærasta þinn/kærustuna þína svo þú spyrð hvað sé að.
Frábært: Það er eitthvað að angra kærasta þinn/ kærustuna þína svo þú faðmar hana/hann eða réttir henni/honum tuskudýr úr barnæsku þeirra og gerir hvað sem er til að vera til staðar án þess að biðja um útskýringu.
6. Gott: Þú kemur kærustu/kærasta þínum á óvart á afmælinu hans/hennar.
Frábært: Þú ert stöðugt að koma kærasta/kærustu þinni á óvart með litlum hlutum bara af því að þú elskar hann/hana.
7. Gott: Kærasti/kærastan þín spyr þig hvernig dagurinn þinn var
Frábært: Kærasti/kærasta þín spyr þig út í eitthvað ákveðið sem hann/hún mundi um daginn þinn eins og til dæmis að hann/hún spyr út í eitthvað sem gerðist í gær og hvernig það sé í dag.
8. Gott: Hann/hún fer með þér í fjölskylduboð og spjallar við alla
Frábært: Hann/hún gerir hvað sem er til að finna eitthvað sem hann/hún á sameiginlegt með systkini eða foreldrum þínum. Ef mamma þín elskar að horfa á fyndin myndbönd af dýrum á netinu þá fer hann/hún og sendir henni tölvupóst með slíku efni.
9. Gott: Þú sendir sniðug sms sem eru full af daðri.
Frábært: Þið þekkið hvort annað svo vel að handahófskenndur broskarl og spurningamerki er nóg til að kærasti/kærasta þín veit nákvæmlega um hvað þú ert að tala.
Tengdar greinar:
Álagstímabil í samböndum: Þriðja árs krísa
15 ástarsambönd sem þarf að stoppa
Til að sambönd séu heilbrigð þá þarf að tjá sig – og þessi fallegu orð eru málið
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.