Hvort þú getur!!

Ég virkilega trúi á þig og finnst að þú ættir að gera það líka og það er eiginlega ekki hægt að klikka þegar þú ferð eftir Hókus Pókus planinu….

Ertu búin aða velja þér einn draum sem þú ætlar að láta rætast ?
Ertu kannski að dansa fagnaðardansinn núna af því þú ert búin að láta hann rætast og undirbýrð þig fyrir að smella næsta draum í loftið?
Hvað er það sem þig langar í eða vilt breyta í þínu lífinu núna?

10672293_10152968426388046_3569841187265082927_n

Það er best að hugsa um drauminn á þann hátt að hann sé búin að rætast. Já, eins og hvernig væri lífið þitt ef þú værir að lifa þennan draum, búin að fá það sem þig langar í eða ert eins og þú óskar þér að vera. Manstu ég sagði að ég hefði séð sjálfa mig fyrir mér skottast um á Balí í léttum kjól og….lifði mig algjörlega inní það. Margir þora ekki að nota ímyndunaraflið á þennan hátt af því þeir óttast að þeir verði fyrir vonbrigðum ef það gerist ekki. En málið er bara að það er svo svakalega gaman að vera upptekin í að hugsa um eitthvað magnað og spennandi að manni verður alveg sama. Æi, þú skilur í staðinn fyrir að vera að hugsa um neikvæðar hugsanir þá er svo miklu meira yndislegt að eiga sér ljúfan dagdraum sem lætur þér líða vel því allar hugsanir draga fram tilfinningu og stórkostlegur draumur lyftir þér svo sannarlega upp og eykur gleði, áhuga og spenning fyrir lífinu. Líttu á þetta eins og hverja aðra bíómynd eða bók sem þú lest. Þetta er skemmtilegur draumur sem þú kíkir á við og við til að líða vel af því hann er svo spennandi og skemmtilegur og vekur hjá þér góðar tilfinningar. Alveg eins og góð bók sem þú lest við og við. Ef einhver bók hefur gjörsamlega hrifið þig með sér þá veistu hvaða tilfinningu þú þarft að ná fram þegar þú hugsar um drauminn þinn. Váá er þetta ekki magnað?10530949_10152968430213046_2523049287012988673_n

Mundu að þú mátt alls ekki efast, efi dregur úr möguleikunum svo þú leyfir honum ekki að ná tökum á þér.

Með því að hugsa JÁ TAKK… hvort ég ætla að prófa, ég hef engu að tapa… þá ertu komin á rétta braut. Það er hugarfar sem leiðir þig miklu nær draumunum þínum en það að hafa áhyggjur af því hvort þú verðir fyrir vonbrigðum.

10985315_10152968425793046_4341144506655570624_n

Hókus Pókus ég er á Balí, gerðist svona…

 

Fyrir rúmlega 20 árum sá ég myndir frá Balí og það var eitthvað svakalega ævintýralegt og seiðandi við þennan stað sem gjörsamlega heillaði mig. Þá átti ég tvo litla yndislega krúttmola, Luigi og Maríu Birgit og var upptekin af því að vera mamma, svo þetta var aðeins of langt í burtu og framandi. Ég hefði ekki trúað því þá ef einhver hefði sagt mér að ég ætti eftir að búa hérna. Einmitt þetta var eins og að hugsa að ég mundi búa á tunglinu fyrir mig þá.  Enda hafði ég ekki einu sinni hugmynd um hvar þetta töfrandi og rómantíska Balí væri.  En lífið er svo yndislegt! Ég gleymdi myndunum sem frænka mín hafði sent mér og áttaði mig ekki á því fyrr en ég stóð hér í þessari Paradís að ég væri komin hingað. Aðeins 12 árum seinna. Já draumurinn um Balí rættist árið 2008 þegar ég ákvað að vera hér í hálft ár, skoða eyjuna, kafa með Nemo og félögum, kynna mér Hinduisma, æfa Yoga og læra allskonar. Ég var ekki alltaf að hugsa um Balí, heldur fékk ég ólýsanlega áhugaverða tilfinningu þegar ég skoðaði myndirnar um hversu magnað það væri að vera á þessum stað. Það var þannig að árið 2006  hitti ég Yoga-kennara á Íslandi sem benti mér á að Balí væri algjör Paradís og þá lifnaði draumurinn við og ég gaf honum þessa líka miklu ákefð að ég var komin hingað  rúmlega ári seinna.

 

Eftir að ég kom heim aftur var ég alveg ákveðin í að koma hingað aftur. En mér lá ekkert á svo sem, ég vildi finna leið til að geta búið hér aðeins lengur því hér upplifi ég eitthvað ólýsanlegt, ég vakna brosandi og finn óstjórnlega mikinn kærleika hríslast um mig.

Það er virkilega auðvelt að fyllast innblæstri í þessari framandi menningu, innan um lista-dýrðina á þessari friðsælu eyju Guðanna. Og hér er allt í boði í ljúfri sólinni. Núna býð ég uppá allskonar Einka-Retreat og Empower Women Retreat hér og nýt þess niður í tær að taka á móti öllum þeim sem langar að kynnast þessari Paradís og gera lífið sitt stórfenglegt. Það fara allir splunkunýjir heim eftir fáeina daga hér með himinhá markmið og spenntir.

Hvernig gengur þér að galdra fram draumalífið þitt?

 

Þú bara verður að tjékka á þessu, ég meina það ! Þetta þarf ekki að vera stór draumur veldu núna eitthvað sem þig langar ofboðslega í, eða langar að gera, eða vera eða upplifa JÁ FINNDU BARA EITTHVAÐ!!

Veldu draum
Búðu til magnaða spennugleðitilfinningu
Sjáðu þig fyrir þér vera að upplifa drauminn
Skrifaðu drauminn í bók
Talaðu við einhvern um drauminn þinn í gríðarlegum spenningi já svona eins og þegar þú ert búin að kaupa þér flugmiða einhvert og ert að fara í frí
Gerðu eitthvað eitt sem endurspeglar að þú ert á leiðinni í þennan draum
notaðu google til að skoða myndir, myndbönd á Youtube eða hvað það er sem ýtir undir hamingjuáhrifin og færir þig nær.
Segðu hátt og skírt : JÁ TAKK  jeminnn hvað ég er speeennnnt/ur.

 

Elskaðu þig nógu mikið til að finnast það eðlilegt að þínir draumar rætast.
Þeir sem eru í þerapíunni Lærðu að elska þig eru allir að gjörbreyta lífinu sínu.
Í einum tíma heyri ég sagt; „mig langar ofboðslega að vinna á “þessum” vinnustað en þá þyrfti ég að hafa meiri menntun eða reynslu“….í næsta tíma mætir viðkomandi og segir; „þú trúir þessu ekki Ósk, ég byrja í næsta mánuði í nýju vinnunni!!“  Ég hitti líka oft fólk sem er svo óákveðið og óöruggt með hvað það vill og á því erfitt með að vita hvað það á að gera í lífinu, hvað það vil læra eða beina athyglinni að. Mjög margir eru að basla við að taka inntökupróf fyrir háskólamenntun sem þeir átta sig á í þerapíunni að þau langar alls ekkert í þetta nám og mæta himinlifandi í næsta tíma búnir að finna út hvað þá virkilega dreymir um að gera og vera. Já fólk er alltaf að láta draumana sína rætast!
Sem er svo æðislegt því það segir mér að DRAUMAR RÆTAST!!
Það er líka auðveldara fyrir alheiminn að veita þér það sem þú óskar þér ef þú ert að óska þér einhvers heldur en ef þú ert oft að hugsa um hvað þú vilt ekki hafa í lífinu, eins og svo margir gera. Alheimurinn veitir þér meiri gleði stundir ef þú ert í gleðitilfinningu.  Þess vegna segjum við; að það sem þú hugsar um í dag er það sem mun verða í lífinu þínu á morgun. Ef þú ert að hugsa um ánægjulega hluti birtast fleiri ánægjulegir hlutir í lífinu þínu næstu daga. Tilfinningarnar sem þú finnur á degi hverjum laða til sín það sem passar við tilfinninguna. Ef þú hugsar „vá hvað ég væri til í “… og tilfinningin sem þú finnur er spenna, gleði tilhlökkun eða bara góð, þá ert þú að fara að fá það sem þú óskar þér. Það er mikilvægt að heyra vel hvaða tilfinning kemur því ef þú hefur vanið þig á að vera svartsýn/n þá  hugsanlega leynist neikvæð tilfinning djúpt innra með þér sem segir nei svona gerist aldrei í mínu lífi, þetta er ekki hægt fyrir mig, það eru bara einhverjir heppnir sem fá svona o.s.fr. Ef þér finnst þú þurfa meira hugrekki, sjálfstraust, elska þig meira, vera jákvæðari, læra að hlusta á hjartað þitt svo þú getir gjörsamlega elskað þig og þetta líf þá mæli ég með að þú fáir smá hjálp.

 

Fylgstu með á Facebook https://www.facebook.com/gudosk  og fáðu innblástur, hugmyndir, fróðleik og kraft.

 

Hlakka mikið til að fylgjast með þér láta lífið rætast. Svei mér þá… ég er bara að springa úr spenningi en þú?

Sampai jumpa
Ósk, íslenska prinsessan á Balí.

 

Tengdar greinar: 

Viltu byggja upp sjálftraustið í paradísinni á Bali?

Láttu lífið rætast

13 guðdómlegar sundlaugar

SHARE