Paris Jackson, dóttir Michael Jackson er alltaf að fjölga húðflúrunum á líkama sínum. Hún setti mynd af sér á Instagram nýlega þar sem hún segir frá því hvað varð til þess að hún fór að skreyta sig á þennan máta.
Sjá einnig: Dóttir Michael Jackson er orðin fullorðin
„Ég er ekki lengur í dimmri fortíðinni. Örin sem ég er með eftir sjálfsskaða eru nú þakin ást, sköpun, dýpt og snilligáfur,“ og á hún þar við húðflúrin sjálf. Hún hefur semsagt hulið ör sín, sem hún var með eftir að hafa skorið sig, með fallegum húðflúrum.
Birtist fyrst í amk, fylgiblaði Fréttatímans.