Þegar Jes segir móður sinni að hún ætli að lifa sem karlmaður þá brást móðirin frábærlega við. Jodi, móðir Jes, setti inn nýja tilkynningu á Facebook hjá sér og sagðist hafa eignast son í desember 1994, en ekki dóttur.
Já það er satt. Ég er stolt af því að kynna að ég eignaðist son þann 18. desember 1994. Í um 18 og hálft ár héldum við að hann væri stelpa, sem vildi til að elskaði skordýr, húðflúr, eld, hauskúpur, slöngur, eðlur og fleira. Svo gerðist það einn daginn að Jes útskýrði fyrir okkur að honum leið aldrei eins og hann hefði átt að verða stelpa, átti meira sameiginlegt með strákum og þess vegna hefði hann í hyggju að fara að lifa lífi sínu sem karlmaður (en það er víst kallað transmaður ef þið eruð að velta því fyrir ykkur.) Þetta er eitthvað sem við höfðum öll séð í gegnum árin og ég er svo glöð að hann geti loksins verið sá sem hann var fæddur til að vera.
Ef þið hafið einhverjar spurningar, ekki vera feimin að spyrja og ég mun reyna að svara spurningum eftir bestu getu, en það eru margir sem þekkja ekki hvað er að vera transkona eða transmaður. Ef ykkur finnst spurningin ykkar vera óviðeigandi, þá er hún það líklega og ég mun þá ekki svara henni.