Í víðum buxum með þvenginn uppúr – JLo kann’etta

Jennifer Lopez er ótrúlega flott kona og er í frábæru formi. Það er erfitt að trúa að hún sé orðin 49 ára gömul en hún heldur sér eins, ár eftir ár.

Á þessum myndum er hún við tökur á nýjasta tónlistarmyndbandi sínu með DJ Khaled, á Miami. Hún er í g-streng í stíl við víðar buxur og með mikið af skartgripum.

Það er ekki laust við að þetta líkist mikið tískunni sem var um aldamótin þegar stelpur keyptu sér g-strengi með setningum aftan á, því gert var ráð fyrir að brækurnar sæjust vel þrátt fyrir að maður væri í buxum.

SHARE