Þessu “litla” jólaþorpi deildi notandinn tunny 949 á Reddit. Við fyrstu sýn virðist þetta vera þorp þar sem að allir bæjarbúar eru all in með skreytingar fyrir jólin.
En þegar nánar er skoðað, þá er um að ræða áhugamál móður hans sem setur jólaþorpið sitt upp á hverju ári, með hlutum sem að hún hefur safnað í fjölda ára. Hann segir að það taki hana um 60 klst. og 5 vínflöskur að setja það upp.
Flest okkar eiga “bara” í ströggli við jólaseríuflækju á hverju ári.
Ragna er miðborgarbarn sem elti ástina til útgerðarparadísarinnar Grindavík. Þó að ástin hafi yfirgefið hana hefur hún enn óbilandi trú og áhuga á fólki, ástinni og lífinu og tilverunni.