Þessi nútímalega og skemmtilega íbúð er í raðhúsi í Brekkubyggð í Garðabæ. Hún er einstaklega hugguleg og á geysivinsælum stað.
Íbúðin er á tveimur hæðum og gengið er inn í hana á efri hæð þar sem er anddyri, eldhús og stofa.
Sjá einnig: Frábært útsýni og heitur pottur í garðinum
Eldhúsið er með fallegri innréttingu sem er hvít ökkuð og borðplötur er með flotefni sem kemur vel út.
Stofan er björt með stórum glugga til norðurs, þar er mikið og fallegt útsýni.
Sjá einnig: Hús í Kópavogi með spa
Á milli hæða er hringstigi, sem kemur niður í lítið hol en niðri er líka hið fínasta baðherbergi, þar er baðkar, nýtískulegt salerni og aðstaða fyrir þvottavél og þurrkara.
Sjá einnig: Krúttleg lítil íbúð í miðborginni
Tvö rúmgóð herbergi eru á neðrihæðinni og er útgengt úr öðru þeirra út í garð. Einnig er lítið herbergi sem hægt er að nota sem geymslu eða vinnuaðstöðu. Í sameign er einnig lítil geymsla.
Góð íbúð á þessum vinsæla stað, íbúð sem vert er að skoða. Þar er stutt í alla þjónustu, skóla, leikskóla og íþróttaaðstöðu.
Sjáðu allar myndirnar af þessari glæsilegu eign hér:
Upplýsingar veita Gunnlaugur Þráinsson, sölumaður s. 844 6447, gunnlaugur@fastborg.is & Héðinn Birnir Ásbjörnsson, löggiltur fasteignasali. hedinn@fastborg.is 8484806
Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.