Iggy Azaela segir frá ástæðu sambandsslita

Iggy Azaela og Nick Young voru að hætta saman og ýmsar sögur hafa verið á kreiki um að Nick hafi haldið framhjá Iggy. Hún hefur nú staðfest það og gerði það á Twitter, fyrir allan heiminn að sjá.

 


Hún skrifaði: „Ég hætti með Nick af því ég komst að því að hann hafði komið með aðrar konur inn á heimili okkar og ég sá það öryggismyndböndum. Þetta er eins og að vera skotinn í brjóstið og núna líður mér eins og ég þekki ekki þann sem ég hef elskað allan þennan tíma.“

 

SHARE