Barnafötin frá Ígló og Indí hafa fallið vel í kramið hjá Íslendingum enda um ævintýralega falleg og vönduð föt að ræða. Vor- og sumarlínan 2014 er æði eins og sjá má á myndunum hér fyrir neðan. Það sem er skemmtilegt við Ígló & Indí og fær fólk til að hrífast með er heimurinn sem búið er að skapa í kringum fötin. Þar sem ævintýri eru daglegt brauð og börnin ganga frjáls úti í náttúrunni innan um tígrísdýr og risaeðlur.
Eigendur fyrirtækisins eru þær Guðrún Tinna Ólafsdóttir framkvæmdastjóri og Helga Ólafsdóttir fatahönnuður, sem er jafnframt aðal hugmyndasmiðurinn á bak við merkið.
Ígló og Indí rekur tvær verslanir, aðra í Kringlunni og hina á Skólavörðustíg.
HÉR er hægt að nálgast vor- og sumar bækling fyrirtækisins 2014.
Ljósmyndun: Íris Dögg Einarsdóttir
Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.