
Akiane Kramarik er aðeins 19 ára en stendur nú þegar upp úr sem heimsklassa listakona. Akiane vakti fyrst athygli þegar hún sem níu ára barn kom fram á Oprah Winfrey Show en þá var hún farin að mála ólýsanlega mögnuð olíumálverk á striga sem voru stærri en hún sjálf.
Sjálf segist Akiane fá innblástur frá sjálfu almættinu. Hún hafi byrjað að teikna háþróaðar skissur á leikskólaaldri og ekki stoppað síðan.
Margir kalla Akiane Kramarik fyrir undrabarn eða svokallað „Indigo.“ Sjálf segist hún eingöngu vilja auðga fegurðina í heiminum og blása von í hjörtu fólks.
[facebook_embedded_post href=”https://www.facebook.com/video.php?v=784757214914426&fref=nf”]
Sannkölluð náðargáfa!