Apatani ættbákurinn á Indlandi hefur myndað sérstaka hefð á meðal kvenfólks bálksins. Konurnar eru með svotilgerða hnappa í sitthvorum nasavængnum, sem upprunalega átti að verða til þess að konum ættbálksins yrði ekki rænt á árum áður. Hefðin hefur haldist fram að þessu, auk þess að prýða sig með andlitshúðflúrum, til þess að sýnast enn ófrýnilegri fyrir mögulega mannræningjum.
Allar konur bálksins fá andlisthúðflúr við kynþroskaaldurinn.
Hefðinni var hætt árið 1970 og bera því aðeins eldri konur ættbálksins þessi sérkenni.
Glaðlynd með nasahnappa: Hnapparnir bera nafnið yaping hurlo á móðurmáli þeirra.
Sjá einnig: ona með blóm í skegginu – Brúðarmyndir
Andlitshúðflúrin eiga upprunalega að láta konuna vera sem mest ófrýnilega.
Konurnar vinna almennt í votlöndum, þar sem þær rækta hrísgrjón og eru með fiskeldi.
Sjá einnig: 14 ára stúlku í Indlandi nauðgað og hvers vegna?
Ljósmyndarinn Cezary Wiszynski fékk það einstaka tækifæri til þess að mynda konur ættbálskins, með dásamlegri útkomu.
Heimildir: Dailymail
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.