Indverskur kjúlli á grillið

Nú nálgast sumarið eins og óð fluga og þá er nú komin tími á að draga fram grillið þrífa það upp og skella svo á það og njóta í botn.

Hér er kjúklingaréttur sem er meira en góður og svakalega mikið sumar í honum.

Uppskrift:

4 úrbeinuð kjúklingalæri

1 msk olía

1 tsk sítrónusafi

2 hvítlauksgeirar kramdir

Kryddblanda:

1tsk cummin fræ

2 tsk túmerik

2 tsk tandoori krydd

1/2 tsk cayenna pipar

1 tsk þurrkuð mynnta.

Aðferð:

Olíunni, sítrónusafinn og hvítlaukurinn blandað saman í skál/box/poka ( gott að nota ziplock poka). Kryddblöndunni bætt útí og svo kjúklingalærinn og öllu blandað vel saman. Passa að kjúklingalærin séu vel umlukin blöndunni, kjúklinurinn svo látin marenerast í blöndunni í nokkrar klukkustundir eða yfir nótt. Má marenerast alveg í 2 daga.

Besta bragðið fæst með því að grilla marineruð lærin á útigrilli ( kolagrill best en gasgrill gott líka) en annars má nota líka grill í bakarofni ofnin er þá hitaður á 200 gráður og kjúllinn inn í 30 mínútur eða þar til gegnum steiktur.

Þess má geta að þessi gæða uppskrift kemur úr nýju bókinni hennar Röggu eldað af ást og er sú bók enn fáanleg og allur ágóði rennur til félags umhyggju sem er félag langveikrabarna en nú þegar hafa samtökin tekið við gjöf að upphæð 1200.000 kr

Það má nálgast allar upplýsingar um bókina og góðgerðaverkefnið á facebooksíðunni rögguréttir

SHARE