
Veitingastaðurinn Il Vvecchio í Kaliforníu státar af fallegri innanhússhönnun og sker sig úr fyrir þær sakir að endurnýttur efniviður er uppistaðan í efnisvali. Útkoman er sjarmerandi samspil fundinna hluta sem á sameiginlegan hátt mynda notarlega og rómantíska stemmingu á þessum einstaka veitingastað.
Hönnuður: Ariele Alesko





Þóra er keramikhönnuður og starfar sem slíkur á vinnustofu sinni í Hafnarfirði ásamt pistlaskrifum og kennslu. Þóra reynir að tileinka sér umhverfisvæna mannasiði á sem flestum sviðum og notar t.d. sem náttúrulegust hráefni í hönnun sína. Hún hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér heima og ytra ásamt því að hafa komið að rekstri tengdum heilsu og hönnun.