Suður afríski kvikmyndatökumaðurinn og ljósmyndarinn John Thackwray ákvað að fara til 55 landa og taka þar ljósmyndir af fólki í herbergjum sínum undir formerkjunum “My Room”. Hann eyddi sex árum í verkefnið og á ferðalögum sínum náði hann að fanga um það bil 1200 viðfangsefni.
Sjá einnig: Hann myndaði konur að fá fullnægingu
Hann segist hafa byrjað að taka myndir þegar hann varð forvitinn á því að vita hvernig annað fólk byggi í heiminum. Hann segir einnig að sum verkefnana hafi verið sérstaklega áhrifamikil vegna þess að fólkið sem í þeim bjó átti sérstaka sögu á bak við sig.
Sérstakt þykir þó að sama hver lífsskilyrðin voru, þá voru flest öll viðfangsefni hans, eða fólkið tengt við umheiminn með internetinu, bæði arabískar konur og bóndar í Afríku.
Niðurstaða hans í þessu ferðalagi sínu um heiminn var sú að hann sá fleiri hamingjusöm andlit í fátæku löndunum, en þeim ríkari, svo draga má þær ályktanir að hamingjan kemur ekki í efnislegu formi.
Sjá einnig: Saga með fallegan boðskap, hamingjan fæst ekki keypt!
Dagbjört Ósk Heimisdóttir er af Ströndum en býr í borginni ásamt sonum sínum tveimur. Dagbjört er hárgreiðslumeistari en ákvað að breyta aðeins til að gerast penni hjá Hún.is. Nú starfar hún í frábæru teymi sem skrifar á vefinn.