
Beyonce og Jay Z hafa ekki enn fundið draumahúsið í Los Angeles og neyddust því til þess að fara á leigumarkaðinn, greyin! Við erum samt ekki að tala um neina reddingu heldur glæsihöll þar sem húsaleigan er tæpar 20 milljónir á mánuði. Húsið er staðsett í Holmby Hills hverfinu í Los Angeles sem er nálægt Bel Air. Það eru 7 herbergi og 9 baðherbergi í húsinu, glæsileg sundlaug og tennisvöllur. Það ætti að fara vel um ofurparið þar til þau finna rétta húsið.
Lestu greinina í heild sinni hérna.
Tengdar greinar:
,,Ófótósjoppuðum“ myndum af Beyoncé lekið á netið
Beyoncé glæst á sviði Grammy og fór heim með þrenn verðlaun
Will Ferrell mæmar Beyoncé og kastar glimmersprengju
Guðrún Veiga er fædd og uppalin á Eskifirði. Hún er mannfræðingur að mennt, mikill matgæðingur, mamma og múltítasker. Guðrún Veiga hefur skrifað fyrir hina ýmsu miðla, unnið í sjónvarpi og skrifað eitt stykki matreiðslubók.