Á 10.000 hektara landi, staðsettu í Beverly Hills, hvílir nú eitt dýrasta hús í Bandaríkjunum. Húsið eða glæsihýsið réttara sagt er tæpir 5.000 fermetrar og kostar 24 milljarða íslenskra króna.
Það tók 8 ár að fullklára húsið en þó að einungis nokkrir mánuðir séu síðan framkvæmdir á húsinu kláruðust hefur húsið verið mikið leigt út síðustu ár aðallega til efnaðra manna frá Sádí-Arabíu.
Inni í húsinu má finna 12 herbergi, spa, vínkjallara, bíósal og keilusal svo eitthvað sé nefnt.
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.