Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian og rapparinn Kanye West hafa loksins fjárfest í húsi saman, en hjónin hafa búið síðustu 2 árin inná heimili móður Kim, Kris Jenner. Kim, Kanye og dóttir þeirra North eru þó ekki að flytja langt en fasteignin sem þau keyptu er í sama hverfi og glæsihýsi Kris.
Húsið eða glæsihýsið réttara sagt kostaði rúmlega 2.500 milljónir íslenskra króna en hjónin létu sér það ekki nægja og fjárfestu einnig í næstu lóð fyrir hliðina á á tæplega 380 milljóna íslenskra króna.
Kim og Kanye munu rífa niður ódýrari fasteignina til þess að byggja körfuboltavöll, heilsulind, fullkominn bíósal og upptökustúdíó.
Hér má svo sjá fasteignina sem fær að fjúka.
Tengdar greinar:
Viðbrögð eldra fólks við nektarmyndinni af Kim Kardashian
Kim Kardashian í sjóðheitri myndatöku með Kanye West
North West (13 mánaða) er orðin hátískufyrirsæta: MYNDIR
Kristín Helga er óumdeilanlega mesti Kardashian aðdáandi Íslands og nærliggjandi landa. Hennar heitasta ósk er að vera vinkona Khloe Kardashian.
Hún hefur áhuga á öllu mögulegu og þar á meðal að lesa og skrifa um fræga fólkið í Hollywood.